Samtök leikjaframleiðenda - IGI

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur IGI er að vera öflugur vettvangur leikjaframleiðenda þar sem öll leikjafyrirtæki landsins koma saman og vinna að því að gera Ísland áhugavert staðarval fyrir leikjaframleiðendur á alþjóðlegum markaði

IGI_1602602191554

IGI er vettvangur leikjaframleiðenda þar sem leikjafyrirtæki landsins koma saman og vinna að því að skapa framúrskarandi og samkeppnishæft umhverfi fyrir leikjagerð

IGI er ætlað að vera samráðsvettvangur leikjafyrirtækja á Íslandi sem vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum greinarinnar. Sem dæmi má nefna eflingu nýsköpunarumhverfisins, tengsl við skóla og atvinnulíf, aukið samstarf hagsmunaaðila, þekkingarmiðlun á milli aðildarfyrirtækja auk þess að stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi í leikjaiðnaði. IGI veitir stjórnvöldum stuðning þegar kemur að stefnumörkun og reglusetningu með umsögnum og virku samtali.

IGI voru stofnuð 25. september 2009 af tíu leikjafyrirtækjum. Samtökin fara reglulega í stefnumótun, þar sem áhersluverkefni eru skilgreind og þeim fundinn farvegur til frekari uppbyggingar á iðnaðnum.

IGI starfar sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.

Vefsíða IGI:  https://igi.is/

Tengiliður hjá SI: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, erla@si.is.

Stjórn


Stjórn kosin í janúar 2024

  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games, formaður
  • Eldar Ástþórsson, CCP Games
  • Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress
  • Helga Bjarnadóttir, Mainframe Industries / Sólfar Studios
  • Kristján Einar Kristjánsson, Directive Games
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Stefán Þór Björnsson, Solid Clouds, varamaður

Nýr formaður kosinn í október 2023

  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games 

Stjórn kosin í janúar 2023

  • Þorgeir Óðinsson, formaður, Porcelain Fortress
  • Eldar Ástþórsson, CCP Games
  • Hilmar Birgisson, Musilla
  • Helga Bjarnadóttir, Mainframe Industries / Sólfar Studios
  • María Guðmundsdóttir, Parity Games
  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Stefán Þór Björnsson, Solid Clouds, varamaður

Stjórn kosin í janúar 2022

  • Þorgeir Óðinsson, formaður, Directive Games North
  • Eldar Ástþórsson, CCP Games
  • Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress
  • Hilmar Birgisson, Musilla
  • Helga Bjarnadóttir, Mainframe Industries / Sólfar Studios, varamaður
  • María Guðmundsdóttir, Parity Games
  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Stefán Þór Björnsson, Solid Clouds, varamaður

Stjórn kosin í janúar 2021

  •  Þorgeir Óðinsson, formaður, Directive Games North
  • Haukur Steinn Logason, varaformaður, CCP / Game Makers Iceland
  • Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress
  • Hilmar Birgisson, Mussilla
  • María Guðmundsdóttir, Parity Games
  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Kjartan Pierre Emilsson, Mainframe Industries
  • Stefán Björnsson, Solid Clouds 

Stjórn kosin í desember 2019

  • Vignir Örn Guðmundsson, formaður, CCP
  • Haukur Steinn Logason, varaformaður, Solid Clouds/Game Makers Iceland - til tveggja ára
  • María Guðmundsdóttir, Parity Games - til tveggja ára
  • Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games - til tveggja ára
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Mussila
  • Diðrik Steinsson, Porcelain Fortress
  • Stefán Björnsson, varamaður, Solid Clouds
Ársskýrsla

Stjórn kosin í desember 2017

  • Vignir Örn Guðmundsson, formaður, CCP
  • Stefán Björnsson, varaformaður, Solid Clouds
  • Ívar Kristjánsson, 1939 Games
  • Haukur Steinn Logason, Radiant Games
  • Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosi

Varamenn

  • Alexandra Diljá Bjargardóttir, CCP
  • Jóhann Helgi Ólafsson, GameSmash

Ársskýrsla

Stjórn kosin í mars 2016

  • Vignir Örn Guðmundsson, formaður, Radiant Games
  • Stefán Björnsson, varaformaður, Solid Clouds
  • Ólafur Andri Ragnarsson, Betware
  • Burkni J. Óskarsson, Lumenox
  • Eldar Ástþórsson, CCP
  • Haukur Steinn Logason, Radiant Games
  • Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Mussila
  • Steinunn Anna gunnlaugsdóttir, Locatify
  • Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Kolibri

Ársskýrsla

Stjórn kosin 16. mars 2015

  • Hilmar Veigar Pétursson, formaður, CCP
  • Ólafur Andri Ragnarsson, varaformaður, Betware
  • Burkni J. Óskarsson, Lumenox
  • Eldar Ástþórsson, CCP
  • Stefán Álfsson, Jivaro
  • Stefán Gunnarsson, Solid Clouds
  • Steinunn Anna gunnlaugsdóttir, Locatify

Stjórn kosin 27. september 2013

  • Stefanía Halldórsdóttir formaður, CCP
  • Ólafur Andri Ragnarsson, Betware
  • Anna Katrín Ólafsdóttir, CCP
  • Viggó Ingimar Jónasson, Fancy Pants Global
  • Ýmir Örn Finnbogason, Plain Vanilla
  • Stefán Álfsson varamaður, Alterego Studios
  • Burkni J. Óskarsson, Lumenox

Stjórn IGI kosin 20. september 2012

  • Jónas Björgvin Antonsson formaður, Gogogic
  • Ólafur Andri Ragnarsson, Betware
  • Anna Katrín Ólafsdóttir, CCP
  • Hilmar Ö. Egilsson, Fancy Pants Global
  • Þorsteinn B. Friðriksson, Plain Vanilla
  • Stefanía Halldórsdóttir varamaður, CCP
  • Jóhannes Sigurðsson varamaður, Gogogic

Stjórn IGI kosin 28. september 2011

  • Sigurður Eggert Gunnarsson formaður, Gogogic
  • Helgi Már Bjarnason Fort North
  • Stefanía Halldórsdóttir CCP
  • Hilmar Ö. Egilsson Fancy Pant Global
  • Þorsteinn Baldur Friðriksson Plain Vanilla
  • Ólafur Andri Ragnarsson varamaður, Betware
  • Anna Katrín Ólafsdóttir varamaður, CCP

Stjórn IGI 2011

  • Sigurlína V. Ingvarsdóttir formaður, CCP (tók við af Erlu Bjarney Árnadóttir, Gogogic í mars)
  • Ólafur Andri Ragnarsson, Betware
  • Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, CCP
  • Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Dexoris
  • Helgi Már Bjarnason, Fort North
  • Sigurður Eggert Gunnarsson varamaður, Gogogic
  • Eyjólfur Guðmundsson varamaður, CCP

Stjórn IGI kosin á stofnfundi 25. september 2009

  • Erla Bjarney Árnadóttir formaður, Gogogic
  • Eyjólfur Guðmundsson, CCP
  • Finnur Magnússon, Sauma
  • Ólafur Andri Ragnarsson, Betware
  • Örn Haraldsson Mindgames
  • Arnar Hrafn Gylfason varamaður, CCP
  • Jónas Björgvin Antonsson varamaður, Gogogic

Starfsreglur

1. gr.

Samtök leikjaframleiðenda  - IGI, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur um málefni greinarinnar.

2. gr.

Markmið IGI er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum  leikjaframleiðenda.

3. gr.

Aðild að IGI geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. Sækja þarf sérstaklega um aðild að IGI og tekur stjórn IGI ákvörðun um aðild.

Miðað er við að fyrirtæki innan greinarinnar séu hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.) eða samvinnufélög (sf.) og skráð í ISAT atvinnugreinaflokka sem tengjast tölvuþjónustu og leikjagerð.

4. gr.

Stjórn IGI skipa 9 fulltrúar aðildarfyrirtækja, formaður og 6 meðstjórnendur, auk tveggja varamanna. Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en þrír meðstjórnendur árlega til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi fleiri en fjórir úr stjórn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn. Heimilt er að endurkjósa stjórnar- og varamenn.

5. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda í samráði við tengilið IGI innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður skal þó boða stjórnarfund ef stjórnarmaður krefst þess. 

6. gr.

Stjórnarfundir IGI skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi. Boða skal stjórn til fundar með bréfi eða tölvupósti.

7. gr. 

Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok nóvember.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum IGI. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti, með minnst 15 daga fyrirvara. Aðeins þeir félagar, sem senda fulltrúa á aðalfund, hafa atkvæðisrétt.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Þær skulu sendar félagsmönnum með ekki skemmri en 5 daga fyrirvara.

8. gr.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn ritari fundarins.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.

4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.

5. Kosning stjórnar:

a) formaður til eins árs

b) tveir meðstjórnendur og tveir til vara til eins árs

6. Lýst stjórnarkjöri

7. Önnur mál

9. gr.

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti. Allir fullgildir aðilar að IGI hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10. gr.

Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 félagsmanna fara fram á það við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis. 

11. gr.

Stjórnin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund

12. gr.

Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því tilskildu að a.m.k. helmingur félagsmanna sé viðstaddur og a.m.k. 2/3 greiði breytingunum atkvæði sitt. 

13. gr.

Samþykkt á stofnfundi IGI þann 25. september 2009